New Title

LÚÐURINN 2024

  • Opnað verður fyrir innsendingar 1. desember 2024
  • Lúðrahátíðin verður í Háskólabíói 7. mars 2025


Tilnefningar og vinningshafar 2023

Tilnefningar og vinningshafar Lúður og ÁRA

Helstu upplýsingar

Lúðurinn  eru verðlaun sem veita frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum, sem eru útfærðar

á framúrskarandi hátt, viðurkenningu. 

  • Hver fær Lúðurinn afhentan?

    Auglýsingastofan fær Lúðurinn afhentan, nema fyrirtæki og auglýsingastofa komi sér saman um annað. Ef að fyrirtækið vill fá Lúður til eignar er hægt að panta auka Lúður hjá ÍMARK fyrir  50.000 kr. + vsk.  til 15 mars 2024. Endilega hafið samband í gegnum [email protected] fyrir frekari upplýsingar.


    Búið er að senda inn pöntun fyrir Lúðurinn 2023 og verður ekki tekið við pöntunum aftur í tímann.

  • Tilnefningar til Lúðursins 2023

    Tilnefningar til Lúðurs 2023 verða birtar hér.

  • Nýtt innsendingarkerfi- góð ráð og svör við spurningum

    • Innsendingar í ÁRU fara í gegnum sama kerfi og innsendingar Lúðurs og er ÁRAN skráð sem 17. flokkur á innsendingarsíðu.
    • Til að senda inn innsendingu þarf að fara í gegnum link hér að ofan og búa til aðgang  með því að velja "Þátttakendur innskráning" úr header, þar sem þarf að setja inn kennitölu (ID) sem á að fá sendan reikning fyrir innsendingu.
    • Við mælum með að hver stofa/fyrirtæki skrái sig inn á einu netfangi. Þetta einfaldar yfirsýn yfir innsendingar fyrir hverja stofu/fyrirtæki. Hægt er að skrá marga inn á sama tíma á sama netfangi en ekki er mælt með því að vinna í sömu innsendingunni á sama tíma. 
    • Þegar byrjað er að hlaða inn skrám er gott að búa til grúbbu fyrir hvert verkefni/viðskiptavin. Það er síðan hægt að filtera til að velja aðeins skrár úr þessu verkefni ef að nota á upplýsingarnar í fleiri en eina innsendingu.
    • Hægt er að afrita innsendingar sem búið er að gera og nota í aðrar innsendingar t.d. þegar mikið af sama efni fylgir innsendingu.

    Hvað á að fylla út í Network/ Holding Co?

    Þær stofur sem tilheyra ekki stærri alþjóðlegri stofu velja Independent/None.

  • Reglur og flokkar Lúðursins

    Reglur  Lúðursins eru yfirfarnar af Lúðranefnd ÍMARK ár hvert og samþykktar af stjórn ÍMARK.


    Reglurnar má sjá hér.


    Sé vafamál um flokka eða reglur vinsamlega hafið samband við framkvæmdastjóra eða fromann ÍMARK. Sjá má tengilði hér.

  • Nokkrar mikilvægar innsendingarreglur Lúðursins


    • Myndir skulu ekki vera stærri en 5MB og af gerðinni jpeg eða jpn. Mælt er með að allar myndir séu af  stærðinni 1920 x 1080 px.
    • Myndbönd skulu ekki vera stærri en 500 MB og af gerðinni mov eða mp4.
    • Öllum innsendingum þarf að fylgja aðalmynd- heil mynd sem má fylla út í ramma- í stærð 1920 x 1080 px. Myndin er notuð í dagpblaðaprent og á sýningartjaldi á verðlaunakvöldi.
    • Óheimilt er að setja inn árangurstölur. 
    • Sé þörf á að vekja sérstaka athygli á tilteknum þáttum innsendra auglýsinga er gott að nýta síður fyrir frjálsa nýtingu til þess. Sem dæmi um slíkt væri t.d. að þysja inn á myndefni eða texta sem óskað er eftir að dómnefnd veiti sérstaka athygli.  
    • Ekki má skila inn „case study“-myndbandi um efni, nema þar sem það er sérstaklega tekið fram.
    • Ekki er heimilt að hljóðsetja myndbandsupptökur eða myndbönd með öðrum hljóðum en þeim sem birtust þeim sem sáu auglýsinguna upphaflega. 
    • Nákvæmur kreditlisti yfir eftirfarandi fagsvið skal fylgja innsendingum: hönnuðir, texta- og hugmyndasmiðir, markaðsráðgjafi á stofu, starfsfólk fyrirtækis (markaðsdeildar) sem að verki kom, leikstjóri, framleiðandi, ljósmyndari, auk annarra sem að verki komu og rétt þykir að tiltaka.  
    • Efni sem sent er inn áskilur ÍMARK sér rétt til að birta opinberlega í tengslum við kynningu keppninnar og frétta í kjölfar hennar.  

    Í öllum flokkum er dæmt út frá því hversu skapandi hugmyndin var og hversu vel útfærð.

     

    Dómnefnd áskilur sér rétt að ógilda innsendingar sem ekki fara að reglum.

  • Hvað kostar að senda inn í ÁRU og Lúður?

    Earlybird verð: 12.800 kr. hver innsending (Gildir til 23. janúar)


    Earlybird verð herferðarflokkur: 59.000 kr. ( Gildir til 23. janúar)


    Earlybird verð ÁRA: 64.000 kr. (Gildir til 26. janúar)


    Hefðbundið verð: 16.700kr


    Hefðbundið verð herferðarflokkur: 76.700 kr.


    Hefðbundið verð ÁRA: 83.700 kr.


    10% afsláttur er veittur ef sent er inn fyrir meira en 250.000 kr. 


    15% afsláttur er veittur ef sent er inn fyrir meira en 400.000 kr.


  • Hvenær rennur skilafresturinn á innsendingum út?

    Innsendingarfrestur fyrir Lúður rennur út þann 2. febrúar 2024 (Early bird gildir til 23. janúar 2024)


    Innsendingafrestur fyrir ÁRU rennur út þann 9. febrúar 2024(Early bird gildir til 26. janúar 2024)

  • Dómnefnd og dómnefndastörf

    Fyrst og fremst er það hlutverk dómnefndar að skila af sér niðurstöðu sem almenn sátt ríkir um innan dómnefndar. Dómnefnd hefur umtalsvert frelsi um túlkun efnisatriða og má beita ýmsum aðferðum til að komast að niðurstöðu, svo lengi sem almenn sátt dómnefndar sé þar að baki. Er það á ábyrgð formanns að tryggja að svo sé.


    Í dómnefnd sitja að jafnaði 11 aðilar. Fimm aðilar skulu tilnefndir af SÍA og skal hver og einn gegna stöðunni ,,Creative Director" eða ,,Art Director". Þrír aðilar skulu tilnefndir af ÍMARK, auk formanns dómnefndar sem leiðir dómnefndarstörf og hefur ekki atkvæðisrétt. Að lokum verða tveir fulltrúar frá auglýsingastofum sem að tilheyra ekki SÍA, og skulu þeir gegna stöðu ,,Creative Director" eða ,,Art Director". 


    Dæmt er í tveimur umferðum. Í fyrri umferð skal innsendingum fækkað niður í þann fjölda sem að dómnefnd telur að eigi möguleika á tilnefningu. Er það í verkahring dómnefndar að ákveða hversu margar tilnefningar skulu vera í hverjum flokki. Faglegur rökstuðningur dómnefndar skal ávallt fylgja slíkum ákvörðunum. 


    Enginn víkur sæti vegna vanhæfni í seinni umferð heldur sitja allir dómnefndarmenn inni í öllum kosningum. Mæti dómarar ekki til dómnefndarstarfa missa þeir sæti sitt á meðan sá hluti dómnefndarstarfa á sér stað. Dómurum er ekki heimilt að senda fyrir sig staðgengil. Dómnefndarstörf fara fram í gegnum innsendingarkerfi  þar sem dómarar setja inn sín atkvæði og því er kosningin rekjanleg niður á nafn dómara. Niðurstöður verða ekki gerðar opinberar nema ástæða sé talin til þess sérstaklega að mati stjórnar ÍMARK. Ef dómnefnd er ósammála og til atkvæðagreiðslu kemur, verður hægt að sjá atkvæði hvers dómara að keppni lokinni.


    Dómnefnd ræðir saman opinskátt um verkin og kemst að sameiginlegri niðurstöðu. Ef sameiginleg niðurstaða fæst ekki verða greidd atkvæði um sigurvegara. Ef atkvæðagreiðsla gefur ekki niðurstöðu er það hlutverk formanns dómnefndar að skera úr um málin. Formaður dómnefndar ber ábyrgð á niðurstöðum og kynnir þær á verðlaunaafhendingu. 


    Starfsmaður ÍMARK annast ritarastörf og skráningu á dómnefndarfundi.

  • Hvernig verður ÁRUNNI háttað?

    Innsendingar fyrir ÁRU hafa verið opnaðar

     og er skilafrestur innsendinga til 9 febrúar (Early bird gildir til 26 janúar)


    Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í mati dómnefndar er sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.


    Greinargerðin og sönnun á árangri er mikilvægasti þáttur innsendingarinnar. Greinargerðin þarf að innihalda lýsingu á markaði og samkeppnisumhverfi, markaðsáætlun og markmiðum og síðast en ekki síst sönnun á árangri herferðarinnar. Greinargerðin er grunnurinn að einkunnagjöfinni. Reynslan hefur sýnt að sigurinnsendingar eru beinskeyttar, skýrar og auðskildar, hnitmiðaðar, sönnun á árangri er skýr og sýnt sé fram á raunverulegan árangur með rökstuddum hætti.


  • Hvenær verður Lúðurinn haldinn árið 2025?

    Lúðurinn verður haldinn 7. mars 2025. Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá koma síðar.

Tilnefningar til Lúðursins 2021 - Eftir flokkum

Hafa samband

Hafa samband

Share by: